Áfengisvandinn var kæliskápur!

"Kæliskápur, sem notaður var til að kæla bjór, hvítvín og freyðivín í Vínbúðinni í Austurstræti hefur verið fjarlægður að ósk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra í Reykjavík."

- segir í þessari yndislegu frétt af góðhjörtuðum borgarstjóra okkar.

Alkohólisma hefur verið útrýmt. Vilhjálmur hefur, eins og raun ber vitni, fundið ástæðu vandans sem miðbærinn hefur hrjáðst af og notfært sér völd sín til að útrýma honum algerlega í einni svipan. Það er ótrúlegt að þessi lausn hafi ekki legið fyrir öll þessi ár, eða er það ekki annars staðreynd að þeir sem eru hluti vandans sem verið er að leiðrétta hér geti ekki fyrir sitt litla líf drukkið volgt áfengi?

Kælirinn var upphaf vandans, fjarlægið hann og allt mun brosa við okkur, virkilega skemmtileg fílósófía.

 

Ég er ekki vanur að skrifa svona þurrar og ógeðslegar bloggfærslur, en þar sem ég er nú kominn á "mbl" bloggið þá fannst mér það réttast að mín fyrsta færsla yrði eins og stærsti hluti notenda eru hér, þurr - og ógeðsleg.

Thanks for the warm welcoming party! Let the games begin!


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta

Þú ert alltaf jafn jákvæður. En mundi að þú valdir að koma á mbl. En gaman að sjá þig hér. :D

Marta, 24.8.2007 kl. 12:20

2 identicon

Marta - ég er alltaf jafn jákvæður - og já, ég veit að ég valdi "moggabloggið" - það þýðir þó ekki að ég megi ekki segja hvað mér finnst um það ^^

Það kemur brátt að "Óðinsfærslu".

Gaman að sjá þig ;) 

Óðinn (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 12:51

3 identicon

er ég þá ekki lengur alkóhólisti ??? er villi búnað lækna mig ?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 13:52

4 identicon

Jú ég held það nú, eða var það ekki annars ætlunin? Volgur bjór er eins og mjólkursykur fyrir kók og spíttfíkla!

Annars, nei - hann gerði það ekki - en því miður þá er tilgangur þessara aðgerða mjög óljós.

Gaman að sjá þig annars ;) 

Óðinn (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 14:40

5 identicon

...ég var fyrst til að skrifa í gestabókina þína .. ligga ligga lái .. hvað á að gera um helgina ? ...volgur bjór og mjólkusykur ? :Þ

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já það eru ótrúlegar PATENTLAUSNIR... Ef lífið væri bara svona einfalt að taka einn kæliskáp úr umferð og þá er alkahólisminn úr sögunni .....  Ég held að þú megir vel SEGJA NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SEM ÞÉR FINNST ÓÐINN hér er ÖLL MANN FLÓRAN EINS OG HÚN LEGGUR SIG.

Brynjar Jóhannsson, 24.8.2007 kl. 18:12

7 identicon

Óðinn minn, ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þessi bloggfærsla bara langt frá því að vera leiðinleg! Þvílíkt sem ég velti þessu fyrir mér þegar ég sá þetta í fréttunum -- skil ekki hvaða rugl þetta er í kallinum! Heyrði eitthvað um að nú væri fólk ekki lengur að koma við þarna og kaupa sér einn og einn bjór til að verða enn fyllri.. en ég meina -- áfengisbúðin lokar kl. 6 eða eitthvað álíka! Varla er mikið af fólki að drekka á þeim tíma.. svo er líka alveg eins hægt að kaupa volga bjórinn í stykkjatali og einhvern veginn grunar mig að ef fólk kemur í ÁTVR með þeim tilgangi að kaupa sér bjór, að þá hætti það ekki við vegna þess að hann er ekki kaldur..

Þessi kæliskápur gerði ekkert nema gott og veitti landanum ekkert annað en þægindi.. pældu í því fyrir ferðamenn að koma til landsins, þetta á að kallast þvílíkt djamm land eitthvað! ég held nú ekki.. í þeirra löndum er hægt að fara út í næstu búð að kaupa sér áfengi og þá á hvaða tíma sem er! Hér þurfa þau að finna þessar sérstöku búðir sem loka flestar kl. 6 og svo er ekki einu sinni hægt að kaupa bjórinn kaldan! Þetta er bara asnalegt, alveg fáranlegt reyndar! :/

Kv. Eva Rós systir

Eva Rós (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 12:35

8 identicon

sko ... ég var að drekka þegar að það var bara hægt að kaupa volgan bjór í vínbúðinni í austurstræti ... málið var bara að fara í 10 11 og ná sér í klakabox klakanum sturtað í átvr pokann og augnabliki síðar ,... kaldur öl... maður reddar sér .. auðvitað .. svo var legið á austurvöll í góðra vinahóp ... svona reglugerðir eru bara asnalegar og ef ég á að segja hvað ég held þá hefur villi verið undir þrýstingi frá rekstaraðilum á kaffihúsum í nálægð vínbúðarinnar sem vildu vera einir um að selja´ann kaldan...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 17:18

9 Smámynd: Óðinn

Rökleysan er æðisleg. Það er bara svo gaman að gera lítið úr henni.

Óðinn, 28.8.2007 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband