Þegar trúin mætir vantrú.

 Vill benda á að ég er með enska útgáfu af þankagangi mínum hér:
http://molested-english.blogspot.com

Finnst mér ég ná að fanga það sem ég er að reyna að koma frá mér mun betur á því tungumáli heldur en íslensku, hef ekki hugmynd hvers vegna, en fyrir þá sem vilja frekari og betri tjáningu á þessum færslum mínum skulu lesa enskuna frekar. 

------------------------

Nú hef ég verið að fylgjast vel með bloggumhverfi mínu eftir að ég bættist í þennan "mogga" hóp og verð ég að segja að aldrei hef ég séð jafn mikinn múgæsing og ríkjandi heimsku meðal samborgara minna.

Nefna má dæmi að þegar einhver talar um trúarbrögð eða trúbrögð af einhverjum mæli, þá er nánast til tekið víst mál að til komi einn siðferðispostúll og segi hvernig ljósið er í raun ekki ljósið og myrkrið sem hann lifir í sé ljósið sjálft. Ég er ekki trúaður og nokkur ár af mínu lífi hafa farið í það að reyna að "frelsa" þá frelsuðu, nú er sagan önnur.

http://nanna.blog.is/blog/nanna/entry/301868/

Umræðan sem skapaðist þarna fór virkilega fyrir hjartað á mér því þarna eru tveir aðilar sem berjast upp á sitt litla líf um hver hafi rétt fyrir sér vegna þess að hinn er staðráðinn í öðru en maðurinn sjálfur. Ég vil benda á það sem ég upplifði þegar ég endurskoðaði stefnu mína í svona málum á sínum tíma.

Ég var að lesa Hugleiðingar um Frumspeki eftir Reneé Descartes þegar ég var einmitt á þeim tímapunkti í mínu lífi að endurskoða allar mínar hugsanir og kenningar útfrá þeim sjónarhóli að þær séu allar byggðar á misfullkomnum skilning fyrri tíma. Ég fattaði eftirfarandi:

  • Af hverju þarf ég sem einstaklingur að þykjast vita hver hinn heilagi sannleikur er?
  • Af hverju er ég að stimpla hvern einasta mann sem segist trúaður sem "óskynsamlegur" og jafnvel "heimskur"?
  • Hvernig stendur á því að ég get ekki sætt mig við það að menn eru misjafnir og skoðanir á trú eru það líka?
  • Af hverju er það kappsmál um hver hefur "réttast" fyrir sér á "rökrænan" hátt?
  • Hvernig get ég staðið og tuðað yfir því hvernig trúaðir koma, trufla mig og reyna að sanna sínar skoðanir fyrir mér þegar ég er að gera nákvæmlega það sama við þau?
  • Ef trúaður einstaklingur er jafn sannfærður um sína skoðun og ég um mína, hvernig get ég ætlast til þess að ég geti "afsannað" álit þeirra þegar þau geta ekki gert það sama við mig?

Það sem gerðist þarna er að ég áttaði mig á því að ég var engum skárri í þessu máli en hver annar ofsatrúa einstaklingur. Ég var að fara offári yfir minni skoðun, eða trú, og lét alveg eins og þeir sem öskra "JESÚ BJARGAR!" yfir alla. Hvernig get ég sem einstaklingur réttlætt mína hegðun þegar ég fordæmi hana sjálfur? Þetta er hugsanaleysi siðferðispostúlla vantrúar, ef þið getið ekki sætt ykkur við það að aðrir trúa öðru en þið sjálfir skuluð þið ekki dirfast til þess að reyna að "frelsa" þá frelsuðu.

Ekki geri ég það lengur, og mér líður enn betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já einmitt og akkúrat....alveg merkilegur þessi trúarrembingur og sú þörf að þurfa að snúa öllum sem ekki hafa sömu sýn. Góður pistill og mikið hlýtur þér að líða betur eftir að hafa gert þessa uppgötvun. Engin smá orka sem fer í þessar rökræður hér og á fleiri stöðum reyndar líka.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 10:15

2 Smámynd: Óðinn

Takk fyrir innlitið og athugasemdina.

Jú það reynist oftast þannig að fólk gerir sér ekki grein fyrir því sem það er að gera. Það fordæmir aðra fyrir gjörninga sem það gerir sjálft ómeðvitað.

Þegar ég rannsakaði þetta nánar komst ég að því að þegar við lítum á einstaklingbundna trú þá vill það til að flestir þeir sem telja sig trúaða reyna sitt besta í að lifa lífinu eftir þeirri trú. Fyrir einstaklingana þá er trúin nokkuð góð, hún getur leitt af sér góða einstaklinga líkt og vantrúin getur það líka. Af hverju vil ég sem slíkur berjast gegn því að maður bætir sig útfrá sínum eigin forsendum? Ég hef það ekki að markmiði að sannfæra heiminn um tilvist skoðanna minna og ég læt mér það nægja að ég hef þær fyrir mig.

En ekki halda að ég sé þegjandi maður, það er langt frá sannleikanum. 

Óðinn, 7.9.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Óðinn ljómandi færsla um hvað er trú og hvað ekki.Ég tek fram að ég er trúaður maður á Jesú krist en það þvælist ekkert fyrir mér,þó þú værir það ekki enda er það val hvers manns að fylgja sinni sannfæringu.

Ég lifi jú bara mínu lífi og vissulega hefur þú rétt á að lifa þínu,þetta snýst að mér finnst mest um að koma fram við aðra af góðvild og virðingu og auðvitað getum við verið ósammála um ýmislegt og það er bara gott enda heitir það víst að skiptast á skoðunum.En vittu eitt ég virði þinn sannleik og ég vona þú virðir minn og þegar ég ræði þessi mál ætlast ég til að læra eitthvað af viðmælendum mínum ekki troða í kok þeirra einhverju sem þau jú ekki trúa.megi allar góðar vættir þér fylgja Óðinn kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.9.2007 kl. 20:22

4 identicon

Hæ Óðinn ... nákvæmlega .. veurm sammála um að vera ósammála ... oft velt því fyrir mér afhverju fólk eyðir orku sinni í endalaus rifrildi vegna þess að það er ósammála.. ekki baa um trúmál heldur milljón aðra hluti.. fólk er með mismunandi sýn á lífið og oft á tíðum er skoðanaárekstur sökum þess.. mér persónulega finnst frábært að það skuli ekki allir vera eins... ég elska margbreytileika lífsins .. gefur því lit. EN til dæmis það að vera í sambandi virðist oft snúast um að vinna og tapa .. fullt af baráttum og það er eins og það sé einhver sem er að telja stigin.. afhverju ekki er fólk ekki bara þkklátt að fá að sjá hliðar af málum sem því hefði jafnvel ekki dottið í hug sjálf? jafnvel þótt það sé ósammála... það er gaman að rökræða við sumt fólk um ýmis málefni en hundleiðinlegt að rífast .. og það sem maður hefur lamið hausnum í veggin við að reyna að sýna misgáfuðu fólki fram á "sannleikann" ... steinhætt þessu sjálf Guði sé lof ;)

p.s. ég trúi ..... á þig strákur :) afhverju ert þú ekki inn á msn-inu mínu ?

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 06:14

5 identicon

Hmmm.... Èg er nú alveg sammála í thér í thessu málefni. En ef thú heldur ad thetta sé svona slaemt heima á klakanum, og fólk svona heimskt thar. Fardu thá í heimsókn í thridja heiminn og upplifdu alla vitleysuna í fólkinu hér.........!

Kennarinn í Brasilíu (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:29

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Góður pistill hjá þér Óðinn...

Ég hef alltaf verið trúaður á eitthvað æðra en ég sjálfur án þess að geta sannað það fyrir einum né neinum. Hitt er að ég hef samt aldrei þvingað minni sannvissu yfir á annað fólk né reynt að telja þeim trú um tilvist einhvers sem ég er sannfærður um. Sama get ég sagt um trúleysinga vini mína sem er nú þónokkuð margir að þeir eru ekki síberjandi raunvísindarökum í hausinn á mér til að afsanna heimsku mína. Ég geri fastlega ráð að svo sé með flest trúað fólk sem og trúlaust að það sé laust við að kristna sannleikan sinn yfir á aðra og halda honum frekar fyrir sjálfan sig. Enn það er nú einu sinni svo að það eru öfgar í öllu og ég fagna því að þú sést búin að gera þér grein fyrir því með því að líta í egin barm. Í það minnsta geri ég mér grein fyrir því að ef ég ætla að breita heiminum til betra vegar þá er besta að gera eins og gandí... sem stóð fyrir þá breitni sem hann vildi sjálfur sjá í heiminum.

góðar stundir. 

Brynjar Jóhannsson, 20.10.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það er eitt að umbera skoðanir annara og annað að vera þeim ekki sammála. Enda held ég að við getum  verið sammála um  það að það væri ekkert varið í blogg ef allir væru á sömu skoðun. Það myndi kallast skoðanalaus meðvirkni sem er reyndar til og þá segir fólk bara, mínar skoðanir eru þínar skoðanir.

Það sem er sannleikur fyrir mér þarf ekki að vera sannleikur fyrir þér og svo öfugt. Maður reynir að fremsta megni að umbera það sem aðrir segja en þegar fólk fer yfir mælinn og vanvirðir aðra þá getur maður misst sig og sagt eitthvað sem maður á ekki að segja í hita leiksins sem skeður því miður oft hjá mörgum. En varðandi trú þá er það alltaf markmið þeirra sem trúa að segja öðrum frá en allir hafa sitt val til að velja og hafna.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.11.2007 kl. 12:50

8 identicon

Það er stór munur á því að vilja rökræða hlutina eða vilja bara koma sinni skoðun yfir á náungann án þess að vera tilbúinn að bakka upp skoðunina með öðru heldur en því að hún sé einfaldlega hinn eini endanlegi sannleikur.

Ekki rugla þessu tvennu saman.

Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 18:42

9 identicon

Mjög skemmtilegt og gott innlegg. Ég hef einmitt fundið fyrir því að þeir ,,heittrúuðustu" menn sem ég hef hitt hafa verið trúlausir jafnt sem trúaðir. En það er einmitt mjög mikilvægt að mínu mati að fólk beri virðingu fyrir trúarskoðunum hvers annars og geri ekki lítið úr þeim með alhæfingum og slíku eins og algengt er. Þetta, eins og búið er að nefna, þarf alls ekki að þýða að menn geti ekki rætt einstök efnisatriði og rökrætt um gildi þeirra.

Með bestu kveðjum, 

. (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 18:31

10 Smámynd: Óðinn

Erlingur - svona upp á fjörið - hver eru rök þín fyrir þessari fullyrðingu?

Óðinn, 8.12.2007 kl. 15:01

11 identicon

Sæll Óðinn, vildi bara kvitta fyrir komu minni.

Örvar (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband