Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Áfengisvandinn var kæliskápur!

"Kæliskápur, sem notaður var til að kæla bjór, hvítvín og freyðivín í Vínbúðinni í Austurstræti hefur verið fjarlægður að ósk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra í Reykjavík."

- segir í þessari yndislegu frétt af góðhjörtuðum borgarstjóra okkar.

Alkohólisma hefur verið útrýmt. Vilhjálmur hefur, eins og raun ber vitni, fundið ástæðu vandans sem miðbærinn hefur hrjáðst af og notfært sér völd sín til að útrýma honum algerlega í einni svipan. Það er ótrúlegt að þessi lausn hafi ekki legið fyrir öll þessi ár, eða er það ekki annars staðreynd að þeir sem eru hluti vandans sem verið er að leiðrétta hér geti ekki fyrir sitt litla líf drukkið volgt áfengi?

Kælirinn var upphaf vandans, fjarlægið hann og allt mun brosa við okkur, virkilega skemmtileg fílósófía.

 

Ég er ekki vanur að skrifa svona þurrar og ógeðslegar bloggfærslur, en þar sem ég er nú kominn á "mbl" bloggið þá fannst mér það réttast að mín fyrsta færsla yrði eins og stærsti hluti notenda eru hér, þurr - og ógeðsleg.

Thanks for the warm welcoming party! Let the games begin!


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband