Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Þegar trúin mætir vantrú.

 Vill benda á að ég er með enska útgáfu af þankagangi mínum hér:
http://molested-english.blogspot.com

Finnst mér ég ná að fanga það sem ég er að reyna að koma frá mér mun betur á því tungumáli heldur en íslensku, hef ekki hugmynd hvers vegna, en fyrir þá sem vilja frekari og betri tjáningu á þessum færslum mínum skulu lesa enskuna frekar. 

------------------------

Nú hef ég verið að fylgjast vel með bloggumhverfi mínu eftir að ég bættist í þennan "mogga" hóp og verð ég að segja að aldrei hef ég séð jafn mikinn múgæsing og ríkjandi heimsku meðal samborgara minna.

Nefna má dæmi að þegar einhver talar um trúarbrögð eða trúbrögð af einhverjum mæli, þá er nánast til tekið víst mál að til komi einn siðferðispostúll og segi hvernig ljósið er í raun ekki ljósið og myrkrið sem hann lifir í sé ljósið sjálft. Ég er ekki trúaður og nokkur ár af mínu lífi hafa farið í það að reyna að "frelsa" þá frelsuðu, nú er sagan önnur.

http://nanna.blog.is/blog/nanna/entry/301868/

Umræðan sem skapaðist þarna fór virkilega fyrir hjartað á mér því þarna eru tveir aðilar sem berjast upp á sitt litla líf um hver hafi rétt fyrir sér vegna þess að hinn er staðráðinn í öðru en maðurinn sjálfur. Ég vil benda á það sem ég upplifði þegar ég endurskoðaði stefnu mína í svona málum á sínum tíma.

Ég var að lesa Hugleiðingar um Frumspeki eftir Reneé Descartes þegar ég var einmitt á þeim tímapunkti í mínu lífi að endurskoða allar mínar hugsanir og kenningar útfrá þeim sjónarhóli að þær séu allar byggðar á misfullkomnum skilning fyrri tíma. Ég fattaði eftirfarandi:

  • Af hverju þarf ég sem einstaklingur að þykjast vita hver hinn heilagi sannleikur er?
  • Af hverju er ég að stimpla hvern einasta mann sem segist trúaður sem "óskynsamlegur" og jafnvel "heimskur"?
  • Hvernig stendur á því að ég get ekki sætt mig við það að menn eru misjafnir og skoðanir á trú eru það líka?
  • Af hverju er það kappsmál um hver hefur "réttast" fyrir sér á "rökrænan" hátt?
  • Hvernig get ég staðið og tuðað yfir því hvernig trúaðir koma, trufla mig og reyna að sanna sínar skoðanir fyrir mér þegar ég er að gera nákvæmlega það sama við þau?
  • Ef trúaður einstaklingur er jafn sannfærður um sína skoðun og ég um mína, hvernig get ég ætlast til þess að ég geti "afsannað" álit þeirra þegar þau geta ekki gert það sama við mig?

Það sem gerðist þarna er að ég áttaði mig á því að ég var engum skárri í þessu máli en hver annar ofsatrúa einstaklingur. Ég var að fara offári yfir minni skoðun, eða trú, og lét alveg eins og þeir sem öskra "JESÚ BJARGAR!" yfir alla. Hvernig get ég sem einstaklingur réttlætt mína hegðun þegar ég fordæmi hana sjálfur? Þetta er hugsanaleysi siðferðispostúlla vantrúar, ef þið getið ekki sætt ykkur við það að aðrir trúa öðru en þið sjálfir skuluð þið ekki dirfast til þess að reyna að "frelsa" þá frelsuðu.

Ekki geri ég það lengur, og mér líður enn betur.


Ástin takmarkast af sjálfselsku.

Eins ógeðslegt og það hljómar þá varð ég fyrir þeirri uppljómun eitt kvöldið rétt áður en ég náði að sofna. Eftir að mér datt þetta í hug þá fór ég að sundurliða hugsun mína og kynnti mér nánar almenna sálfræðilega útskýringu á ástinni. Hún var í raun margþætt eins og ég hafði hugsað mér en tók þó einna helst eftir því að meðal þeirra stóð: "The complete state of selflessness," þetta finnst mér vera rangt.

Ekki halda að ég áliti ástina sem einhvern viðbjóðslegan hlut, nei - ég veit að hún er ósköp fögur og skemmtileg en það erum við fólkið hins vegar ekki. Við erum hinu ógeðslegu og hræðilegu og flest allt sem gerist í þessum heimi er keyrt áfram vegna hinna mannlegu sjálfselsku og verðlaunafíknar. En hún er falleg, það er hún að vissu leyti.

Þau sem eru nú hristandi hausinn og hugsandi með sér: "Svei, hann getur nú ekki haldið þessu fram! fruss!" skulu bara slaka á og fara eitthvað annað ef vangaveltur manna fara fram úr skilningarvitum ykkar ætluð raunveruleikanum. Ástin, eins og ég sagði, takmarkast af okkar getu og vilja til að elska sjálfan sig.

Raunin er sú að eina ástæða þess að þú sért tilbúinn til þess að elska einhvern annan er það hversu heitt þú þráir að láta þér líða vel. Þetta virðist kaldhrannalegt en þetta er rétt. Þér líður vel þegar þú ert elskaður, þér líður vel þegar þú elskar. Þú vilt láta öðrum aðila líða vel og við það líður þér sjálfum vel. Þetta er svo einfalt, en samt svo flókið. Helstu rök gegn þessu eru frá þeim sem ekki hafa hugsað nógu vel út í þetta, rökfærslurnar eru allt frá þeim gífurlega sterku "NEI ÞETTA ER RANGT!" og til "Hvernig getur þú verið sjálfselskur þegar þú ert að elska annan aðila en sjálfann þig?" Það er í raun einfalt, þetta kemur alltaf aftur til baka að því að þú ert að elska annan til að bæta líðan þína og þar með er sjálfselskan gróðrastía fyrir ást á öðrum.

En hvað með þegar fólk talar um að fórna lífi sínu fyrir ástina? Er það fólk sjálfselskt? Já, það er það en samt er það ekki. Ef maður er tilbúinn til að láta lífið sitt til að öðrum líði vel hver heldur þú að drifkrafturinn sé bakvið gjörninginn? Það er jú það að hann vill svo heitt að öðrum líði vel með sínar ákvarðanir að hann er tilbúinn í að gefa upp allt sitt til þess. Ég get eflaust sagt með vissu að þeim sem fórna sér fyrir ástina líði bara allnokkuð vel með það, því ef enginn er ágóðinn - þá myndi enginn gera neitt fyrir neinn.

Þetta var fyrir þá sem hafa einfaldlega ekki hugsað lengra og talið ást bara vera ... "ást". 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband